Felmstursröskun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Felmsturskast er helsta einkenni felmstursröskunar. Þau eru alvarleg og algeng tímabil (fjögur eða fleiri í viku) kvíða þar sem sá sem verður fyrir þeim telur að eitthvað hræðilegt sé að fara að gerast, s.s. að hann sé að fá hjartaáfall. Felmsturskast er oft svo alvarlegt og án nokkurar augsjáanlegrar sálfræðilegrar ástæðu að sumir læknar töldu þau áður fyrr í raun merki um að eitthvað annað væri í rauninni að. Margir þeir sem upplifa felmstursköst hraða sér á spítala þegar þeir upplifa þau þar sem þeir eru þess fullvissir að eitthvað hræðilegt sé að fara að gerast og þeir telja ástæðuna vera líkamlega, s.s. hjartaáfall. Tíðni felmstursröskunar er 1 - 2% af hundraði og þau eiga sér þau eigi sér stað hjá öllum aldurshópum, þrátt fyrir að vera algengust hjá yngri aldurshópum (milli tvítugs og fertugs). Felmstursraskanir eru um tvisvar sinnum algengari hjá konum en körlum. Felmstursköst geta haft mikil áhrif á þolandann sem og þá sem nálægt honum eru.
[breyta] Einkenni felmturskasta
Felmstursköst fela oft í sér eftirfarandi:
- Mæði og erfiðleika við að anda
- Ákafa tilfinningu um að eitthvað hræðilegt sé að fara að gerast
- Aukinn hjartslátt
- Verki fyrir brjósti
- Tilfinningu um að vera "trapped"
- Mikinn kvíða og ákafa hræðslutilfinningu
- Hraðan púls
- Dofa eða tilfinningaleysis
- Breytingu á hitastigi líkamans (s.s. kuldahroll)
- Þvala húð
- Velgju og meltingarleg óþægindi (s.s. krampa í meltingarfærum)
- Svitaköst, skjálfta
- Tilfinningu að hafa ekki stjórn á aðstæðum
- Svima, ógleði og tilfinningu um yfirlið
- Erfiðleika með að kyngja
[breyta] Ástæður
Það eru þrjár megin kenningar um ástæður felmstursraskana: efnafræðileg ferli í heilanum, oföndun og sálfræðileg svörun.
Kenningar um efnafræðileg ferli er studdar þeirri staðreynd að ákveðin efni, s.s. natríum valda felmstursköstum. Þeir sem þjást af felmstursröskun þurfa smærri skammta af natríumi en þeir sem ekki þjást af henni. Annað lyf, þríhringja geðdeyfðarlyfið impramín (eða Tofranil) deyfir felmsturskast. Þessi staðreynd rennir nokkrum stoðum undir kenninguna um efnafræðileg ferli heilans sem orsakavald felmstursraskana.
Oföndunarkenningin byggir á þeirri staðreynd að oföndun getur valdið nokkurs konar felmsturskasti. Hugmyndin er sú að fólk með felmstursröskun geti ofandað án þess að gera sér grein fyrir því og að sú oföndun komi felmsturskastinu af stað. Menn greinir hins vegar á hvort þetta geti verið ástæðan fyrir sumum felmstursköstum eða öllum.
Kenningin um sálfræðilega afturverkun byggir á þeirri staðreynd að þeir sem þjást af felmstursröskunum er oft meira umhugað um heilsuna en öðrum og að þeir séu því uppteknari af líkamlegri svörun sinni, sérstaklega þeirri sem tengd er felmstursröskuninni. Kenningin er sú, líkt og í almennri kvíðaröskun, að þeir oftúlki líkamlega svörun og hún auki á eða valdi felmsturskastinu.
[breyta] Meðferð
Algengustu meðferðirnar eru lyfjameðferð og hugræn atferlismeðferð. Atferlismeðferð hefur gefið góða raun og tilkoma sýndarveruleika er líkleg til að auka enn á gagnsemi hennar. Anxiolytic lyf, líkt og benzodiazepines, hafa ekki sama gagn og þau gera í almennri kvíðaröskun. Þríhringja geðdeyfðarlyfið impramín hefur mikið verið notað en hefur óþægilegar aukaverkanir. Paroxetine (eða Seroxat) sem er lyf sem líkist hinu vel þekkta þunglyndislyfi Prozac, er árangursríkara og hefur færri aukaverkanir. Hugrænar meðferðir byggjast á því að sýna þolendum að einkennin sem hafa svo alvarlegar afleiðingar fyrir þá eru auðveldlega skýranleg, s.s. að aukinn hjartsláttur sé ekki merki um hjartaáfall eða annað jafn alvarlegt. Oft er einnig sýnt fram á hvernig oföndun getur komið af stað kasti (að sjálfsögðu er einstaklingurinn látinn anda aftur í poka þar til kastið er liðið). Þessi einfalda sýnikennsla virðist skila árangri við að minnka einkenni.