Francesco Cossiga
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Francesco Cossiga (f. í Sassari á Sardiníu, 26. júlí 1928) er ítalskur stjórnmálamaður sem hefur verið bæði forsætisráðherra Ítalíu og forseti Ítalíu. Hann kennir lögfræði við háskólann í Sassari.
Hann gekk sautján ára í kristilega demókrataflokkinn en hóf feril sinn sem kennari í lögfræði í Sassari. Stjórnmálaferill hans hófst ekki fyrr en við lok 6. áratugarins og hann var kosinn á þing 1958 og varð síðan aðstoðarvarnarmálaráðherra 1966. Hann varð innanríkisráðherra 1976 en sagði af sér embætti í kjölfarið á ráninu á Aldo Moro árið 1978.
1979 varð hann forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn og 1983 var hann kosinn forseti öldungadeildarinnar.
1985 varð hann kosinn sjöundi forseti Ítalíu af sameinuðu þingi, sá fyrsti sem náð hefur kjöri í fyrstu umferð, með miklum mun (752 af 977 atkvæðum). Sem forseti varð hann frægur fyrir athugasemdir sínar um stjórnmálakerfið á Ítalíu og það að fylgja stjórnarskránni út í ystu æsar. Hann sagði af sér embætti 28. apríl 1992, tveimur mánuðum áður en kjörtímabili hans lauk.
Fyrirrennari: Giulio Andreotti |
|
Eftirmaður: Arnaldo Forlani |
|||
Fyrirrennari: Sandro Pertini |
|
Eftirmaður: Oscar Luigi Scalfaro |