Sveitarfélag
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sveitarfélag er svæðisbundin stjórnsýslueining innan ríkis sem er lægra sett en yfirstjórn ríkisins. Sveitarfélög hafa yfirleitt skýrt ákvörðuð landamörk og taka oft yfir eina borg, bæ eða þorp eða sveitahérað. Ein skilgreining á sveitarfélagi er að þau séu lægstu stjórnsýslueiningarnar sem hafa lýðræðislega kjörna stjórn.
Sveitarfélög sjá yfirleitt um grunnþjónustu við borgarana á borð við sorphirðu, skóla og almenningssamgöngur.