Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir (fædd 11. september 1971) er íslenskur bókmenntafræðingur, blaðamaður og rithöfundur sem býr í Reykjavík.
Þórunn Hrefna hefur starfað sem blaðamaður á DV og Veru, en einnig skrifað í Mannlíf, Stúdentablaðið og Tímarit Máls og menningar. Hún hefur haldið námskeið um textagerð Megasar hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, skrifað ævisögu Ruthar Reginalds, söngkonu og reynslusögu Guðmundar Sesars Magnússonar. Einnig hefur Þórunn Hrefna starfað sem bókmenntagagnrýnandi Víðsjár í Ríkisútvarpinu.