Wikipedia:Potturinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Potturinn er, auk WikiIS-l póstlistans og IRC spjallrásarinnar #is.wikipedia á Freenode almennur umræðuvettvangur Íslensku Wikipedia. Vinsamlegast mundu eftir að skrifa undir og tímasetja athugasemdir þínar með því að skrifa ~~~~ fyrir aftan þær eða með því að ýta á undirskriftartáknmyndina.
[breyta] Óendanleikinn
Nú reynir á alla djúpt þenkjandi heimspekinga og gróflega trúaða einstaklinga að bæta við greinina óendanleiki sem ég var að stofna svona rétt til að svara framhaldsskólaspurningum um þetta heillandi hugtak. Svo kann ég ekki að láta síður vísa í aðrar, td er asnalegt hvernig tvinntala er til en rauntala ekki, heldur bara rauntölur (íslenskan er svo spes með sínar beyingar, blessunin). Tók ekki langan tíma að laga...
[breyta] Sólbrekkuskógur
Hvað er það?
- Sólbrekkuskógur er opinn skógur á Reykjanesi, nánar tiltekið vestan Grindarvíkurvegs. Sjá frekar á vef Skógræktarfélags Íslands. :) --Jóna Þórunn 10:46, 2 október 2006 (UTC)
[breyta] Hnútafræði
Mér þætti mjög gaman að sjá hér grein um hnútafræðina (knot theory) sem er hluti af topologiunni.
- Hnútafræði — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Gakera (spjall) · framlög
[breyta] wikibooks - youtube og htm skjöl
Ég er núna að prófa is.wikibooks.org með nemendum og er að sýna kennaranemum á námskeiði hjá mér hvernig við getum notað mediawiki fyrir námsefni. Nú er gallinn hins vegar sá að við getum lítið sett inn nema texta og myndir. Það er að ég best veit ekki til neitt kerfi fyrir gagnvirkar æfingar og ekki hægt að spila t.d. vídeó frá youtube.
Ég nota forritið Hot potatos (ókeypis) til að láta nemendur búa til æfingu og þetta forrit skilar út venjulegri htm síðu og ég myndi geta látið nemendur gera gagnvirkar æfingar sem einn hluta námsefnis ef ég gæti hlaðið svoleiðis síðum inn í wikibooks. Hins vegar er is.wikibooks.org þannig að það leyfir ekki upload nema á skrám .gif og .png . Er þetta einhver ófrávíkjanleg regla? Mig minnir að ég hafi séð á ensku wikipediu að þar er hægt að hlaða upp t.d. excel skjölum sem einum hluta af wikibókum. Ég er að tala um htm skrár eins og t.d. þetta krossapróf
Ég er líka að sjá að það er til viðbót sem gerir kleift að spila youtube vídeó og vídeó á wmw formi inn í mediawiki, hér er slóð sem sýnir það http://meta.wikimedia.org/wiki/User:Jcobbers/youtube_extension
er mögulegt að setja svona extention inn í is.wikibooks.org eða er það andstætt einhverjum wikibooks reglum?
Ég tek eftir að http://www.wikispaces.com býður upp á skemmtilega möguleika til að taka alls konar kóða inn í wikisíður. Ég sakna þess að hafa ekki þessa möguleika í wikibooks.
--Salvör Gissurardóttir 21:21, 4 október 2006 (UTC)
- Þetta er annað stillingar atriði í LocalSettings.php. Þú getur annarsvegar tilgreint hvort það megi upphala einhverju og hinsvegar skilgreint hverskonar skráarendingar eru leyfðar eða jafnvel slökkva alveg á þessu kerfi. Það eru upplýsingar um þetta hér: http://www.mediawiki.org/wiki/Manual:Configuration_settings#Uploads . Það ætti að vera augljóst hvað er hvað af þessu og svo er hægt að smella á breyturnar og skoða hvernig þær virka. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:37, 5 október 2006 (UTC)
[breyta] Tónlist frá Grænlandi
vantar tónlist frá grænlandi sem er hægt að hlaða niður (TIL DÆMIS BROT AF YMSUM TOGA ROKK KLASSIK) MEÐ ÞÖKK RJ.
[breyta] melding
það vantar greinagóða útskýringu á orðinu melding, hvaðan það kom og hvað það stendur fyrir, þar sem þetta orð er orðið mikið notað í daglegu tölvutali og er frekar nýlega farið að verða útbreitt.
[breyta] Flakk-valmyndin aftur komin í rugl
Hvernig fer maður að því að breyta þessu til baka? --Akigka 19:28, 8 október 2006 (UTC) Er búið að laga þetta? Ég sé ekkert að. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:58, 9 október 2006 (UTC)
- Já, hún komst í lag í dag einhvern tíma. Ætli það gerist sjálfkrafa? --Akigka 17:08, 9 október 2006 (UTC)
[breyta] Hellisheiðavirkjun
E.t.v væri hægt að gera stuttan pistil um Hellisheiðavirkjun. Ég á nú að skila inn ritgerð um hana og hef leitað allstaðar, ekki mikið um hana á netinu.
Bara hugmynd, Takk.
Setti inn grein um Hellisheiðarvirkjun --Salvör Gissurardóttir 19:39, 16 október 2006 (UTC)
- Hellisheiðarvirkjun. --Jóna Þórunn 19:45, 16 október 2006 (UTC)
[breyta] Vegagerdin
Hi, I was wondering whether anyone here at IS wiki can verify that Islandic road signs are in fact Public Domain (as stated by PD-Vegagerdin). The english part of the Vegagerdin homepage contains no information about this. Any findings (supporting or refuting) should be brought forward on commons:Template_talk:PD-Vegagerdin. Many thanks /Lokal_Profil 13:28, 14 október 2006 (UTC)
- I have replied to your concern in that talk page. --Stalfur 20:31, 14 október 2006 (UTC)
- Once again many thanks /Lokal_Profil 00:18, 15 október 2006 (UTC)
[breyta] Gæðalistar?
Var að spá, það er töluvert til af góðum og fræðandi listum hérna hjá okkur. Þetta eru greinar sem passa ekki alveg inn í gæðagreina/úrvalsgreina flokkana en er full athygli að vekja athygli á. Það er t.d. gert með sérstökum flokki á enskunni. Væri ekki sniðugt að gera eitthvað svipað hér? Annaðhvort með því að koma upp sérstökum flokki fyrir gæðalista eða þá að fella þá undir núverandi skilgreiningu á gæðagreinum. Eftirfarandi er upptalning á býsna góðum listum sem ég hef rekist á, þeir eru eflaust fleiri. --Bjarki 00:54, 16 október 2006 (UTC)
- Listi yfir ríkisstjórnir Íslands
- Listi yfir ríkisstjórnir Ítalíu
- Listi yfir forseta Ítalíu
- Forsætisráðherrar á Íslandi
- Íslensk sveitarfélög eftir mannfjölda
- Íslensk sveitarfélög eftir flatarmáli
- Lönd eftir mannfjölda
- Friðarverðlaun Nóbels
- Hirðstjórar á Íslandi
- Listi yfir Hólabiskupa
- Listi yfir Skálholtsbiskupa
- Listi yfir Noregskonunga
- Listi yfir heimspekinga
- Lögsögumenn
- Utanríkisráðherrar á Íslandi
- Íslensk sveitarfélög fyrr og síðar
- Þjóðhöfðingjar Danmerkur
Mér líst ágætlega á að hafa sérstakan flokk fyrir gæðalista eins og á ensku Wikipediu. En mér fyndist meira viðeigandi að hafa í slíkum flokki lista sem eru tæmandi. Maður getur t.d. ímyndað sér að listi yfir Noregskonunga gæti verið tæmandi upptalning þar sem allir konungar Noregs frá upphafi eru nefndir og flokkaðir og kannski fylgja einhverjar skýringar. En listi yfir t.d. heimspekinga er í eðli sínu ekki tæmandi listi í sama skilningi. Flestir listar sem þú nefnir gætu verið tæmandi listar og þegar því marki er náð og ef t.d. uppsetning er til fyrirmyndar, þá sé ég ekkert að því að gefa þeim gæðastimpil. --Cessator 01:19, 16 október 2006 (UTC)
- Kannski smá viðbót. Ég hef örlitlar áhyggjur af því að sumir listar séu e.t.v. ekki mjög stöðugir og eftir því sem upplýsingarnar úreldast hraðar er meiri hætta á að listinn sjálfur verði villandi og eigi því síður skilinn gæðalistastimpil. --Cessator 01:23, 16 október 2006 (UTC)
- Ég var ekki alveg viss um heimspekingalistann heldur þar sem hann getur aldrei orðið tæmandi (ekki frekar en Listi yfir hljómsveitir sem kæmi aldrei til greina að veita gæðastimpil). Einnig er æskilegt, ef ekki skilyrði, að gæðalistar séu sérstaklega upplýsandi um ákveðið, afmarkað efni. Þ.e.a.s. listi yfir íslenska forsætisráðherra í tímaröð er töluvert gagnlegri en listi yfir alla íslenska stjórnmálamenn í stafrófsröð. Það er náttúrulega alltaf hætta á að gæðalistum verði illa viðhaldið ef þeir eru þess eðlis að úreldast hratt en kannski má segja það sama um margar úrvals- og gæðagreinar. --Bjarki 01:47, 16 október 2006 (UTC)
[breyta] Flakkið
Af hverju heitir Potturinn orðið Líðandi stund? Og hvað er orðið af beinu vali inn á Nýjar greinar án þess að fara í Kerfissíður? ?? --Mói 15:00, 16 október 2006 (UTC)
- Þetta er alltaf að breytast. Er ekki hægt að koma í veg fyrir að þetta breytist. Hver í ósköpunum er annars að breyta þessu og hvar? --Cessator 17:04, 16 október 2006 (UTC)
- Eru þetta ekki einhverjar helv* uppfærslur... ? --Jóna Þórunn 19:33, 16 október 2006 (UTC)
- Ég sé ekki betur en að þetta sé komið í lag allavega, frekar pirrandi samt þegar þetta gerist. --Bjarki 22:28, 16 október 2006 (UTC)
- Já, nú er allt í lagi hjá mér. Ég hef orðið var við þetta nokkrum sinnum og mér finnst þetta svona vægt pirrandi. Veit virkilega enginn hvað veldur og hvort ekki er hægt að hreinsa þetta út? --Mói 22:56, 16 október 2006 (UTC)
- Og nú hefur þetta gerst aftur. Veit virkilega enginn hvernig á þessum breytingum stendur? --Cessator 23:03, 17 október 2006 (UTC)
- Ævar sagði „memcache rugl eitthvad“. --Jóna Þórunn 19:55, 18 október 2006 (UTC)
- It's baaaaaack! --Stalfur 00:00, 23 nóvember 2006 (UTC)
- Hvað veldur? Af hverju getur enginn sagt okkur sem ekki vita hvað er á seyði? Memcache rugl? Er ekki hægt að laga það í eitt skipti fyrir öll? Hreinsa „líðandi stund“ úr chache? Af hverju kemur það alltaf aftur? Möppudýr! Eitthvert ykkar hlýtur að botna eitthvað í þessu. --Cessator 00:53, 23 nóvember 2006 (UTC)
- Ævar sagði „memcache rugl eitthvad“. --Jóna Þórunn 19:55, 18 október 2006 (UTC)
- Og nú hefur þetta gerst aftur. Veit virkilega enginn hvernig á þessum breytingum stendur? --Cessator 23:03, 17 október 2006 (UTC)
- Já, nú er allt í lagi hjá mér. Ég hef orðið var við þetta nokkrum sinnum og mér finnst þetta svona vægt pirrandi. Veit virkilega enginn hvað veldur og hvort ekki er hægt að hreinsa þetta út? --Mói 22:56, 16 október 2006 (UTC)
- Ég sé ekki betur en að þetta sé komið í lag allavega, frekar pirrandi samt þegar þetta gerist. --Bjarki 22:28, 16 október 2006 (UTC)
- Eru þetta ekki einhverjar helv* uppfærslur... ? --Jóna Þórunn 19:33, 16 október 2006 (UTC)
[breyta] Tenglar undir greinum
Hæ hó gott fólk.
Ég er glænýr hérna. Hafði hugsað mér að setja inn greinar um anarkisma og anarkismatengt efni úr bókum sem ég hef þýtt en áttaði mig fljótlega á því að texti þeirra allra er allt of hlutdrægur. Því spyr ég hvort ég megi setja tengil frá greininni um stjórnleysisstefnuna á mitt greinasafn á www.andspyrna.org þar sem eru ýmsar greinar og ritdómar? Fyrir áhugasama þá stofnaði ég einnig og rek anarkistabókasafn í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar) og Kaffi Hljómalind (á Laugavegi). kveðja Sigurður
- Fyrir mitt leyti held ég að það sé í lagi. Settu bara tengil neðst í greinina undir fyrirsögninni Tengill eða Tenglar. --Heiða María 12:36, 17 október 2006 (UTC)
- Það er í góðu lagi. Ég var búin að tengja í síðuna þína frá aðalgreininni um anarkisma fyrir einhverju. Afbragðs safn rita hjá þér annars ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:36, 17 október 2006 (UTC)
[breyta] Wikipedia í Speglinum
Sveinn Ólafsson í viðtali um Wikipediu í þættinum Spegillinn á rás 1 fimmtudag 19.október. Hægt að hlusta á hérna --Stalfur 12:39, 20 október 2006 (UTC)
[breyta] Hver skrifar Wikipedíu?
Bendi ykkur á áhugaverða grein Who writes Wikipedia? eftir Aaron Swartz um skrif í Wikipedia. Þetta er hugleiðing og gagnrýni að það sem Jimmy Wales heldur á lofti þ.e. að aðeins 500 manns skrifi megnið á alfræðiritinu. Aaron skiptir fólki sem skrifar í "innsiders" og "outsiders" og skoðar eina grein og fær út að á meðan innherjar vinni mikið í greininni með að flokka hana og staðla þá sé mikið af inntaki greinar komið frá fólki sem ekki hefur mikla sögu á Wikipedia. --Salvör Gissurardóttir 13:48, 24 október 2006 (UTC)
[breyta] Blessuð bókaárin
Er ekki ráð að eyða þessum 2000 ónotuðu bókaáraflokkum sem eru inni á Wikipedia? Fyrir þessu eru þrjár ástæður:
- 90% af ónotuðum flokkum eru bókaáraflokkar, sem gerir eftirlit með ónotuðum flokkum tafsamt og leiðinlegt (af því að það er nú svo skemmtilegt fyrir :-)
- 90% af eftirsóttustu flokkunum eru bókaáratugirnir, sem bókaárin hlekkja í. Þetta gerir eftirlit með eftirsóttum flokkum tafsamt og leiðinlegt (af því að það er nú svo skemmtilegt fyrir :-)
- Af hverju bókaár, en ekki kvikmyndaár, íþróttaár, tölvuleikjaár eða hrossaræktarár? Bækur ættu einfaldlega að vera í flokknum 2000 ef þær eru gefnar út árið 2000, rétt eins og kvikmyndir sem eru gefnar út það ár og svo framvegis. Ef áraflokkarnir yrðu of langir mætti endurskoða þetta, en eins og staðan er í dag er (mjög) langt frá því að svo sé. --Magnús Þór 21:56, 28 október 2006 (UTC)
- Mér finnst það mætti eyða þessu og finnst við ættum að notast við flokka sem heita útgefið xxxx (fyrir bækur, kvikmyndir, tónlist o.s.frv.) og stofnað xxxx (fyrir samtök, fyrirtæki, byggingar o.s.frv.) eftir þörfum, eins og við höfum gert með flokkana Fædd xxxx og dáin xxxx. --Akigka 22:08, 28 október 2006 (UTC)
[breyta] Wikimania 2007 Team Bulletin
Published by the Wikimania 2007 Taipei Team, Wikimania 2007 Team Bulletin provides the latest news of the Team's organizing work to everyone who is interested in Wikimania; it also gives the Team chances to announce calls for help/participation, so assistance in human and other resources can be sought in a wider range. Team Bulletin is published at the official website of Wikimania 2007 and released to the public domain. Issue 1 and Issue 2 has already published.--218.166.212.246 01:57, 29 október 2006 (UTC)
[breyta] seinni heimstyrjöldin á íslandi
ég er að gera ritgerð um seinni ritgerðina á íslandi. og ég fór í leit,og leitaði að því. en ég fékk ekkert út úr því. Það ætti einhver að gera grein um seinni heimstyrjöldina á íslandi,s.s. um hernámið,ástandið,siglingar og mannfall o.fl.
- Fært af Wikipediaspjall:Potturinn
[breyta] Látum orðið berast
Ég er að senda tölvupóst á nokkra í fjölskyldunni til að fá sem flesta til að skrifa inná wikipediu, sérstaklega um séríslenskt efni sem erfitt er að nálgast. Mér datt í hug að skella skeytinu hingað líka, ef fleiri vildu gerast svo frakkir við smölun. Bara muna að keðjupóstur er leiðinlegur þegar innihaldið á ekki við!
Ég nota alfræðiorðabókina Wikipediu svolítið og mér datt í hug að það væri sniðugt að benda þér á hvernig hún virkar.
Á http://is.wikipedia.org/ er hún til á íslensku og er orðin nokkuð vel hirt, þar eru margar mjög góðar greinar um hina ýmsustu hluti.
Ef þú hefur tíma er gaman að blaða í henni, leita að einhverju sem vekur áhuga, eða nota handahófsvalda grein:
http://is.wikipedia.org/wiki/Kerfiss%C3%AD%C3%B0a:Random
Í greinum eru oft tenglar á aðrar greinar og maður endar alltaf á að læra eitthvað nýtt! Ef tenglar eru bláir er til grein um efnið en ef tenglar eru rauðir þá vantar grein um það efni og hægt að fara beint í að skrifa.
Það getur hver sem er skrifað án þess að skrá sig, en skráning er ókeypis og henni fylgja engar kvaðir, einungis kostir.
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Samf%C3%A9lagsg%C3%A1tt
Það er um að gera að skrifa um það sem maður hefur vit á, það þarf bara að passa að vitna í heimildir ef við á og að afrita ekki allan texta beint af annarri síðu, án þess að leyfi sé gefið fyrir því (og taka það fram ef leyfi er fyrir hendi, á hverri síðu er 'spjall' flipi fyrir svoleiðis).
Á ensku wikipedia eru margar góðar greinar um ýmislegt efni sem má þýða beint ef maður hefur áhuga á að fleiri geti lært um tiltekið efni á sínu móðurmáli, íslensku!
Hérna er kynningarsíða sem fer í gegnum helstu atriði:
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Kynning
Potturinn er staðurinn fyrir spurningar og annað spjall:
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Potturinn
Handbókin er með leiðbeiningar um hvernig á að fara að því að bæta við efni:
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Handb%C3%B3k
Hérna er td handhægur listi yfir þá staði á Íslandi sem gaman væri ef meiri fróðleikur væri til um:
http://is.wikipedia.org/wiki/Notandi:J%C3%B3na_%C3%9E%C3%B3runn/Desemberuppb%C3%B3t
Það er um að gera að bæta við því sem maður veit um sína heimasveit!
Það má segja að það sé í raun bráðnauðsynlegt að bæta við sem mestu um sögu Íslands því það efni er nær ómögulegt að finna á einum stað á netinu og nokkuð öruggt að enginn sér um að skrifa það nema íslendingar.
Íslenska greinin um Gullfoss er stórglæsileg og um gott að lesa hana fyrir innblástur:
http://is.wikipedia.org/wiki/Gullfoss
En eins og sjá má efst í þessari grein er ekkert búið að skrifa um skipið Gullfoss, þarna er rauður tengill sem einhver fróður þarf að smella á!
Ef íslenska wikipedia vekur áhuga þinn eru einnig til orðabækur og bókasöfn í svipuðum dúr, allt á íslensku og allt ókeypis!
Endilega að senda þennan póst á sem flesta svo allir geti fræðst og frætt aðra um Ísland!
Frekar corny...I know. En ég var að senda þetta á mömmu og henni fanst þetta sniðugt. Ef svona lagað er illa séð biðst ég afsökunar, en mér fanst samt sniðugt að reynað benda sem flestum á þennan viskubrunn. Gakera
- Desemberuppbótin mín! --Jóna Þórunn 23:58, 1 nóvember 2006 (UTC)
- Já, þessi listi höfðar þvílíkt vel til föðurlandsástarinnar í fólki, ætti að húkka nokkra inn, vonandi. Gakera
- Þetta er flott :). Kannski maður fari bara að spamma vini og ættingja með þessu... --Akigka 00:21, 2 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Ógeðslegalöngnöfnogannaðbullsemþarfaðþýðaafenskuwikipediuyfiráíslenskunagóðu
Hæhó. Eins og yfirskriftin segir til um er ég í vandræðum með að þýða nafn á grein; List of songs deemed inappropriate by Clear Channel following the September 11, 2001 attacks. Dettur helst í hug Listi fyrir lög sem Clear Channel dæmdi óviðeigandi eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, er það alveg út í hött? --Jóna Þórunn 19:03, 5 nóvember 2006 (UTC)
- Legg til „Listi yfir...“ og „mat“ í stað „dæmdi“ og þá er þetta gott held ég. --Bjarki 19:55, 5 nóvember 2006 (UTC)
- Nota það. --Jóna Þórunn 19:57, 5 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Message from Nepal Bhasa Wikipedia
Nepal Bhasa wikipedia has recently started developing here . We would like to increase co-ordination between the two wikipedia, share resources as well as to learn from this version. If someone is interested, please visit Nepal Bhasa Embassy. Thank you. --Eukesh
[breyta] Uplausn höfundarins - wiki í námi og kennslu
Ég (Salvör Gissurardóttir) verð með erindi miðvikudaginn 8. nóvember kl. 16:15 - 17:00 í fyrirlestrarsalnum Bratta við Stakkahlíð
Í þessu erindi verður fjallað um á hvern hátt ný verkfæri eins og wiki breyta samspili höfundar og lesanda, séstaklega hvað varðar fræðsluefni og námsefni. Gerð verður grein fyrir hvernig námsgagnagerð getur orðið samvinnuverkefni og samvinnuskrif þar sem afurðin eða námsgögnin geta breyst, vaxið og endurnýjast í síkviku sambandi kennara, nemenda og námsefnishöfunda. Ítarefni með fyrirlestri er á vefslóðinni http://wiki.khi.is Fyrirlestrinum er sjónvarpað á slóðinni http://sjonvarp.khi.is/ --Salvör Gissurardóttir 21:22, 6 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Taka út tilkynningu á wikibooks
hvernig er hægt að taka út tilkynningu á is.wikibooks.org ? Það er úrelt tilkynning núna um að það sé hægt að sækja um styrki fyrir wikimania (var í ágúst) --Salvör Gissurardóttir 19:08, 7 nóvember 2006 (UTC)
- Fjarlægði tilkynninguna. --Stalfur 09:14, 15 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] hves vegna ekki
hves vgena kemur ekki oskarfils þegar ég er að leta að þ´vi það vikað í gær en hves vegna ekki núna
- Það er af því að síðunni var eytt býst ég við. --Akigka 18:30, 10 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Þjónustusiðfræði
Gott kvöld Þjónustusiðfræði er eitthvað til um það?
- Mér er ekki alveg ljóst hvað þjónustusiðfræði á að vera. Ertu að tala um „etiquette“ í þjónustu? Eða siðfræðilegar spurningar tengdar þjónustu? Hið fyrrnefnda myndi ekki kallast siðfræði. Hið síðarnefnda myndi væntanlega falla undir hagnýtta siðfræði þótt þar hafi menn einkum áhuga á spurningum tengdum heilbrigðisþjónustu auk ýmislegs annars; en eins og þú sérð er tengillinn rauður og greinin því enn óskrifuð. --Cessator 19:23, 15 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] Greinar um fólk
Í tilefni af umræðunni áður um dæmda nauðgara, og nú tveim greinarstúfum um morðingja og fórnarlamb, ættum við ekki að koma okkur upp einhverju álíka og en:Wikipedia:Biographies_of_living_persons. --Stalfur 09:12, 17 nóvember 2006 (UTC)
- Jú, ég held að það væri sniðugt. --Cessator 17:23, 17 nóvember 2006 (UTC)
[breyta] hæhæ
Viljið þið koma með eikkað um Njósnir þjóðverja á Íslandi ??
[breyta] hæ aftur
Viljið þið líka koma með eikkað um menn sem handteknir voru í seinni heimsstyrjöldinni?