Andatrú
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Andatrú eru trúarhugmyndir sem ganga út frá því að öll form veraldarinnar, lífræn jafnt sem ólífræn, hafi andlega tilvist eða andlegt eðli, að öll tilvistarform hafi einhverskonar "andlegan kjarna" sem nær handan efnafræðilegrar samsetningar og efnislegs útlits, en sé á sama tíma bundin við einhverja efnislega formgjörð s.s. steina, tré, dýr, landsvæði o.s.frv.
Andatrú birtist mest innan fjölgyðistrúarbragða sem innihalda náttúrudýrkun, svo sem Shinto, Ásatrú, Hindúisma og Voodoo (nútíma trúarbrögð byggð á náttúrutrú líkt og Wicca virðast einnig innihalda andatrú að einhverju leiti).