Bahá'í trúin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bahá'í trúin eru trúarbrögð stofnuð af Bahá'u'lláh á 19. öld í Persíu (nú Íran). Fylgismenn Bahá'í trúarinnar eru kallaðir Bahá'í og telja um það bil sex milljónir í yfir tvöhundruð löndum. Bahá'í sjá trúarsöguna sem samfellda kennslu mannkynsins af guði sem hann framkvæmir í gegnum boðbera sína. Þeir sjá Bahá'u'lla sem þann nýjasta í þeirri röð boðbera, en ekki þann síðasta. Bahá'í halda því fram að komu hans hafi verið spáð af ýmsum trúarbrögðum, svo sem Kristni og Búddisma. Aðalatriði kenninga Bahá'í trúarinnar eru að guð sé einn, trúin sé ein og mannkynið sé eitt. Iðkun Bahá'í trúarinnar fer einkum fram á heimilum trúaðra eða öðrum samkomustöðum sem félug Bahá'ía nota. Þó eru sjö hof Bahá'ía til og þrjú til viðbótar eru á áætlun. Þau hafa öll níu hliðar og eru undir hvolfþaki. Heimsmiðstöð Bahá'í trúarinnar er í Haifa í Ísrael og þar er aðsetur æðstu stjórnar trúarinnar sem og nokkrir heilagir staðir. Þó búa engir í Ísrael í dag nema tímabundið í tengslum við Heimsmiðstöðina.