Filippus II Spánarkonungur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Filippus II Spánarkonungur (21. maí 1526 – 13. september 1598) var fyrsti formlegi konungur Spánar frá 1556 til 1598, konungur Napólí og Sikileyjar frá 1554 til 1558 og konungur Portúgals (sem Filippus I) frá 1580 til 1598. Hann var sá eini af skilgetnum börnum Karls V og Ísabellu af Portúgal sem komst til fullorðinsára. Hann giftist Maríu I Englandsdrottningu árið 1554 og tók við konungdómi á Spáni þegar faðir hans sagði af sér 16. janúar 1556. María lést árið 1558 og um tíma íhugaði hann að giftast yngri hálfsystur hennar Elísabetu.
1559 var saminn friður við Frakka sem batt endi á sextíu ára styrjaldir milli Frakka og Spánverja. Hluti samkomulagsins var að Filippus giftist Elísabetu af Valois, dóttur Hinriks III Frakkakonungs.
Á valdatíma hans voru Filippseyjar lagðar undir Spán og nefndar í höfuðið á honum.
Hann þurfti að takast á við óðaverðbólgu heima fyrir (sem að hluta stafaði af innflutningi góðmálma frá Suður-Ameríku), sjórán Breta í Vestur-Indíum og við sjálfar strendur Spánar og aukinn þrýsting frá márum í Norður-Afríku. 1581 gerði norðurhluti Niðurlanda uppreisn gegn honum og lýsti því yfir að hann væri ekki lengur konungur þar. 1588 sendi hann Flotann ósigrandi gegn Bretum og tapaði.
Fyrirrennari: Karl V |
|
Eftirmaður: Filippus III |
|||
Fyrirrennari: Anton I |
|
Eftirmaður: Filippus II |