Fort Minor
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fort Minor er hliðarverkefni Mikes Shinoda, rappara úr Linkin Park. Fort Minor er fyrst og fremst rappverkefni, en einnig má greina áhrif frá rokki, sem og raftónlist (aðallega turntablisma). Verkefnið er sólóverkefni, en í mörgum lögum, sem og á tónleikum, eru meðlimir rappsveitarinnar Styles of beyond Shinoda innan handar. Á einu plötu Fort minors hingað til hjálpuðu margir aðrir til, frægastir þeir Common, Black thought, Lupe Fiasco og John Legend. Víðfrægasta lag Fort minors er Where'd you go, sem Shinoda flytur ásamt þeim Holly Brook og Jonah Matranga.
Efnisyfirlit |
[breyta] Tónlistin
Haft hefur verið eftir Shinoda að markmiðið með Fort minor sé að búa til tónlist og skemmta sér með vinum sínum.
„Ég kalla þetta Fort Minor í stað þess að nota nafnið mitt, vegna þess að margir eru viðriðnir verkefnið. En mig langaði einungis að vinna með fjölskyldu og vinum...“ Tekið úr BallerStatus.
Fyrsta platan hlaut nafnið The Rising Tied (ekki Tide) og kom út í nóvember 2005. Textarnir á plötunni fjalla um mismunandi efni, verðandi smáskífan Remember the name fjallar um rapp og rappara, Kenji fjallar um raunir fjölskyldu Shinodas í seinni heimsstyrjöldinni þegar hún var send í fangabúðir í Bandaríkjunum (þau voru japanskir innflytjendur), og Where'd you go fjallar um aðskilnað tónlistarmanna við maka sína þegar þeir eru á ferðalögum, en það lag hlaut einmitt verðlaun fyrir besta hringitóninn á myndbandaverðlaunum MTV árið 2006.
Meðal flytjenda í Fort minor-verkefninu:
- Black thought: Rappari í bandarísku rappsveitinni The Roots. Rappar í laginu Right now.
- Common: Rappari. Rappar í laginu Back home.
- Kenna: Söngvari. Syngur í lögunum Red to black og The hard way.
- Joe Hahn: Plötusnúður í Linkin Park. Samdi Slip out the back ásamt Shinoda.
- Styles of beyond: Rappsveit. Kemur við sögu í Remember The Name, Right Now, Feel Like Home, Back Home, Believe Me, Petrified, og Red To Black.
- Ghostface Killah: Rappari. Rappar í laginu Spraypaint and inkpens.
- Lupe Fiasco: Rappari. Rappar í lögunum Spraypaint and inkpens og Be somebody.
- Holly Brook: Söngkona. Syngur í lögunum Where'd you go og Be somebody.
1. ágúst 2006 hafði The rising tied selst í 335.000 eintökum.
[breyta] Útgefið efni
[breyta] Breiðskífur =
- 2005: Fort Minor: Sampler Mixtape
- 2005: DJ Green Lantern Presents Fort Minor: We Major
- 2005: The Rising Tied
[breyta] Smáskífur
Af The Rising Tied:
- 2005/2006: Remember The Name (lekið árið 2005, kemur út sem smáskífa 2006)
- 2005: Petrified
- 2005: Believe Me
- 2005/2006: Where'd You Go
Annað:
- 2005: We Major EP
- 2006: Get It / Spraypaint & Ink Pens kynningardiskur
- 2006: S.C.O.M. / Dolla kynningardiskur
- 2006: S.C.O.M. / Dolla / Get It / Spraypaint & Ink Pens (Vínyl)
Myndbönd:
- "Remember The Name" — leikstjóri: Kimo Proudfoot
- "Petrified" — leikstjóri: Robert Hales
- "Believe Me" — leikstjóri: Laurent Briet
- "Where'd You Go" (ritskoðuð útgáfa), (óritskoðuð) — leikstjóri:PhilipAndelman