Goðafræði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Goðafræði á annars vegar við samsafn munnmæla, þjóðsagna og rita sem fjalla um goð og vættir í ákveðnum trúarbrögðum og hins vegar um fræðilegar rannsóknir á slíkum heimildum. Yfirleitt fjallar goðafræði um markverða atburði og einstaklinga samkvæmt þeirri heimsmynd sem er við lýði samkvæmt trúarbrögðum þeirrar goðafræði. Slíkar frásagnir þjóna oft þeim tilgangi að útskýra upphaf heimsins, náttúrulögmálin og tiltekin náttúrufyrirbrigði. Ekki er heldur óalgengt að spáð sé fyrir um endilok heimsins og að goðafræðin segi til um hvernig lífi eftir dauðann er háttað.
Af tilteknum greinum goðafræði ber helst að nefna norræna goðafræði og gríska goðafræði.