Kalli litli könguló
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kalli litli könguló er barnagæla til er á fjölmörgum tungumálum um könguló sem í íslensku útgáfunni fjallar um tilraun köngulóarinnar „Kalla“ til að klifra upp í tré. Í þeirri ensku fjallar hún hinsvegar um klifur hans upp tepott. Hinir ýmsu hlutar vísunnar eru svo oft táknaðir með hreyfingum sem tákna aðstæður Kalla.
- Kalli litli könguló
- klifraði upp í tré.
- Þá kom rigning og Kalli litli datt.
- Upp kom sólin og þerraði hans kropp.
- Kalli litli könguló
- klifraði upp í topp.