Náttúrlegar tölur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Talnamengi í stærðfræði | ||||||
Náttúrlegar tölur | ||||||
Heiltölur | ||||||
Ræðar tölur | ||||||
Óræðar tölur | ||||||
Rauntölur | ||||||
Tvinntölur | ||||||
Fertölur | ||||||
Áttundatölur | ||||||
Sextándatölur |
Náttúr(u)legar tölur eru í stærðfræði talnamengi annað hvort jákvæðra heiltalna (1, 2, 3, 4, ... ) eða óneikvæðra heiltalna (0, 1, 2, 3, 4, ... ) mengi þetta er táknað með stafnum og er það óendanlegt en teljanlegt samkvæmt skilgreiningunni.
Mengi náttúrulegara talna er líkt og heiltölumengið lokað mengi við samlagningu og margföldun en ólíkt heiltölumenginu er það ekki lokað við frádrátt sökum þess að það inniheldur ekki neikvæðar tölur.
Fyrr á tímum töldust bara ákveðnar tölur „náttúrulegar“ og voru þær víðsvegar um heiminn sagðar frá guði komnar. Nú á dögum eru menn ekki á sama máli um hvað telja megi náttúrulegt og hvað ekki en gamla nafnið hefur þó haldið sér. Það er hinsvegar ekki rétt að segja náttúrulegar tölur, heldur eru þetta náttúrlegar tölur.
Til þess að aðgreina mengi jákvæðra talna og óneikvæðra talna er stundum ritað þegar átt er við óneikvæðar tölur (þ.e., jákvæðar tölur og sifja að auki).