Niccolò Machiavelli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Niccolò Machiavelli (3. maí 1469 – 21. júní 1527) var ítalskur heimspekingur, rithöfundur og stjórnmálamaður sem er einkum þekktur fyrir kenningar sínar í stjórnmálafræði sem hann setti fram í bókinni Furstinn (um 1513), en einnig fyrir ljóð og leikverk. Hann fæddist í Flórens og hóf feril sinn sem opinber starfsmaður í þjónustu lýðveldisins frá 1494 til 1512 og ferðaðist um Evrópu sem sendifulltrúi. Þegar Mediciættin náði aftur völdum var hann ákærður fyrir þátttöku í samsæri gegn þeim, settur í fangelsi og pyntaður. Leó X, nýi Medici-páfinn, fékk hann lausan og hann settist þá að í sveit utan við San Casciano, nærri Flórens, þar sem hann helgaði sig ritstörfum. Við hann er kennd (með réttu eða röngu) sú stjórnmálaheimspeki sem gengur út á að tilgangurinn helgi meðalið.
[breyta] Stjórnmálaheimspeki Machiavelli
Rit Machiavelli um stjórnspeki (þá helst Furstinn, þar sem hann heldur sig við umræðu furstadæma) lýsa með skarpskyggni og raunsæi stjórnmálalífi þess tíma, verk hans má þó yfirfæra á nútíma stjórnmál. Ólíkt heilögum Tómasi —sem taldi það vera í eðli mannsins að uppfylla tilætlanir Guðs— þá segir hann eðli mannsins einkennast af eigingirni, fégirni og grimmd. Meginmarkmið landstjórnar er að auka vald landsins og stjórnendur þess ættu ávalt að sniðganga siðferðisreglur, lög og loforð þegar kemur að því að tryggja og auka völd, þeir lúti þó einni reglu og hún er að tryggja hagsmuni ríkisins. Furstinn (m.ö.o. stjórnendurnir) ætti því að sitja einn um völd og láta trú og annað ekki trufla sig. Furstinn ætti að virða eðli þegna sinna en notfæra sér þörf þeirra fyrir öryggi og vernd. Velferð þeirra er honum þó algjört aukaatriði, nema það henti til valdaaukninga. Í ritinu Orðræðan metur hann á svipaðan hátt ýmis stjórnkerfi og kemst að raun um að lýðveldi sé líklegast besta og stöðugasta kerfið ef það nýtur stuðnings þegnanna.
[breyta] Ritverk Machiavelli
- Discorso sopra le cose di Pisa, 1499
- Del modo di trattare i popoli della Valdichiana ribellati, 1502
- Del modo tenuto dal duca Valentino nell' ammazzare Vitellozzo Vitelli, Oliverotto da Fermo, etc., 1502
- Discorso sopra la provisione del danaro, 1502
- Decennale primo (þríhendur), 1506
- Ritratti delle cose dell'Alemagna, 1508-1512
- Decennale secondo, 1509
- Ritratti delle cose di Francia, 1510
- Discorsi sopra la prima deca di Tito Livio, þrjú bindi, 1512-1517 (Ræða um fyrstu tíu bækur Títusar Livíusar)
- Il Principe, 1513 (Furstinn)
- Andria, þýddur gamanleikur eftir Terentíus, 1513
- Mandragola, gamanleikur í óbundnu máli 1513
- Della lingua (Orðræðan), 1514
- Clizia, comedy in prose, 1515 (?)
- Belfagor arcidiavolo (novel), 1515
- Asino d'oro (þríhenda, ný útgáfa af klassísku verki), 1517 (Gullasninn)
- Dell'arte della guerra, 1519-1520
- Discorso sopra il riformare lo stato di Firenze, 1520
- Sommario delle cose della citta di Lucca, 1520
- Vita di Castruccio Castracani da Lucca, 1520
- Istorie fiorentine, 8 books, 1521-1525
- Frammenti storici, 1525.