Oxun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Oxun dregur nafn sitt af því efnaferli þegar súrefnisatóm bindast öðru efni eða efnasambandi. Oxunartala efnisins hækkar þegar efnasamband, atóm eða jón tapar rafeind, missir vetnisatóm eða bætir við sig súrefnisatómi, það er oxun efnis.
Afoxun á sér hinsvegar stað bæti efni við sig rafeind með því að bindast vetni ellegar tapar súrefnisatómi. Þá lækkar oxunatalan.
Oxun er notuð við framleiðslu hreinlætisvara. Járn ryðgar við oxun.