Pierre-Simon Laplace
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pierre-Simon Marquis de Laplace (28. mars 1749 – 5. mars 1827) var franskur stærðfræðingur. Hann var þekktastur fyrir fimm binda rit sitt um hreyfingu reikistjarna, Mécanique céleste, og einnig grundvallarrannsóknir í líkindafræði. Laplace jók við þyngdaraflskenningu Newtons.
Hann var þeirrar skoðunar að um leið og allar upphafsaðstæður einhvers lokaðs aflfræðilegs kerfis, svo sem alheimsins, væru þekktar, mætti sjá alla þróun og lok kerfisins fyrir. Þegar Napoleon spurði hann hvar og hvernig guð passaði inn í kenninguna, svarði hann því til að hann hefði enga þörf fyrir þá kenningu.
Hann var um skamma hríð innanríkisráðherra í stjórn Napoleons.