Vistfræði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vistfræði er sú grein vísindanna sem rannsakar dreifingu og fjölda lífvera, venjur þeirra og samskipti þeirra við umhverfi sitt, sem tekur til ólífrænna fyrirbæra á borð við veðurfar og jarðfræði, og lífrænna fyrirbæra á borð við aðrar tegundir.
Mannavistfræði er skyld en sérstök grein vísindanna sem skoðar vistfræði manna, skipulögð verk mannkynsins, og umhverfi manna. Það tengist vistfræði, félagsfræði, mannfræði og öðrum vísindagreinum mjög náið.
Viðfangsefni vistfræðinnar er gjarnan skipt upp í vistkerfi, en gjarnan er talað um að Jörðin öll sé eitt vistkerfi, sem svo skiptist í önnur minni, t.d. lífríkið umhverfis Mývatn eða á Galapagos eyjum.
Vistfræði telst sem undirgrein af líffræði.