15. öldin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aldir: 13. öldin - 14. öldin - 15. öldin - 16. öldin - 17. öldin
15. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 1401 til loka ársins 1500.
[breyta] Helstu atburðir og aldarfar
- Kínverjar könnuðu Indlandshafið með stórum flota af djúnkum undir stjórn flotaforingjans Tsjeng He 1405 til 1433.
- 1412 hófu Englendingar fiskveiðar við Ísland í stórum stíl þannig að 15. öldin er kölluð „enska öldin“ í Íslandssögunni.
- Bæheimsku styrjaldirnar stóðu milli fylgjenda kenninga Jan Hus og krossfara rómversk-kaþólsku kirkjunnar frá 1420 til 1434.
- Á Norðurlöndum stóð Kalmarsambandið veikum fótum í Svíþjóð, en konungsvaldið hélt velli og tókst að vinna sigra bæði á Þýsku riddurunum, Hansasambandinu og tímabundið gegn greifunum í Holsetalandi.
- Hundrað ára stríðinu milli Frakklands og Englands lauk með sigri Frakka 1453, tuttugu árum eftir lát Jóhönnu af Örk.
- Eftir ósigur gegn Tímúrveldinu og borgarastyrjöld í upphafi aldarinnar hóf Tyrkjaveldi röð landvinninga í Evrópu og lagði undir sig Konstantínópel 1453.
- Rósastríðið, milli ættanna York og Lancaster um konungstign í Englandi, stóð frá 1455 til 1485.
- Árið 1467 hófst Sengokutímabilið í Japan með Onin-borgarastyrjöldinni.
- Ívan mikli hætti að greiða skatt til Mongóla og tókst að standa gegn þeim við Úgrafljót 1480, sem leiddi til upplausnar Gullnu hirðarinnar og sjálfstæðis Rússa.
[breyta] Ár 15. aldar
1401 1402 1403 1404 1405 1406 1407 1408 1409 1410
1411 1412 1413 1414 1415 1416 1417 1418 1419 1420
1421 1422 1423 1424 1425 1426 1427 1428 1429 1430
1431 1432 1433 1434 1435 1436 1437 1438 1439 1440
1441 1442 1443 1444 1445 1446 1447 1448 1449 1450
1451 1452 1453 1454 1455 1456 1457 1458 1459 1460
1461 1462 1463 1464 1465 1466 1467 1468 1469 1470
1471 1472 1473 1474 1475 1476 1477 1478 1479 1480