Krúnuborgarhöll
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krúnuborgarhöll (danska: Kronborg Slot) er höll sem stendur við Eyrarsund 1 km norðan við Helsingjaeyri í Danmörku, þar sem sundið er grennst milli Helsingjaeyrar og Helsingjaborgar Svíþjóðarmegin. Höllin er ferhyrnd í endurreisnarstíl, byggð 1574 og 1585.
Friðrik II Danakonungur lét byggja höllina á grunni miðaldavirkisins Króksins sem Eiríkur af Pommern hafði látið reisa á þessum stað til að framfylgja innheimtu Eyrarsundstolls af öllum skipum sem áttu leið um sundið.
Margir ferðamenn skoða höllina sem höllina Elsinore, sögusvið leikritsins Hamlets eftir William Shakespeare. Shakespeare hefur hugsanlega fengið hugmyndina að nafninu úr sögum enskra sjómanna sem höfðu lent í að bíða við Helsingjaeyri eftir að greiða tollinn.
Árið 2000 var Krúnuborgarhöll tekin á heimsminjaskrá UNESCO.