Hildegard von Bingen
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hildegard von Bingen (16. september 1098 – 17. september 1179) var abbadís af Benediktsreglu, dulspekingur, rithöfundur og tónskáld frá Rínarlöndum í hinu Heilaga rómverska keisaradæmi. Hún þótti framúrskarandi predikari og skrifaði bækur sem fjalla um guðfræði, læknisfræði og lífeðlisfræði.