Yitzhak Rabin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yitzhak Rabin (hebreska: יִצְחָק רָבִּין), (fæddur 1. mars 1922 – 4. nóvember 1995) var ísraelskur stjórnmálamaður og hershöfðingi. Hann var fimmti forsætisráðherra Ísraels frá 1974 til 1977 og aftur frá 1992 þar til hann var myrtur árið 1995 af Yigal Amir, hægri öfgamanni sem var á móti Oslóarsamkomulagi Ísraela og Palestínumanna. Rabin var fyrsti forsætisráðherra landsins sem var fæddur í Palestínu, einnig sá fyrsti sem var myrtur og sá annar til að deyja í embætti (sá fyrsti var Levi Eshkol).